Alþjóða beinverndarsamtökin IOF hafa tilkynnt prófessor John A. Kanis sem nýjan forseta samtakanna.
Prófessor John A. Kanis útskrifaðist sem læknir frá Edinborgarháskóla. Eftir að hafa stundað rannsóknir hjá Nuffield Orthopeaedic Centre fékk hann rannsóknastöðu við Oxfordháskóla. Hann tók síðar við stöðu í efnaskiptarannsóknum við Háskólann í Sheffield og gegnir nú stöðu þar sem prófessor emeritus.
Rannsóknir hans hafa að mestu beinst að efnaskiptum í beinum og tengdum sjúkdómum s.s. beinþynningu, Pagetssjúkdómi, ofvirkni í skjaldkirtli og nýrnasjúkdómum.
Prófessor Kanis hefur ritstýrt fjölda tímarita og er höfundur yfir 800 birtra greina, bókarkafla og bóka. Hann hefur lagt sitt af mörkum alþjóðlega s.s. klínískar leiðbeiningar, tæknilegar aðferðir við sjúkdómsgreiningu, faraldsfræði og heilsuhagafræði.