Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti í Flóahreppi miðvikudaginn 16. október. Þess má geta að fyrsti samstarfssamningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999.Íslenskir kúabændur gáfu Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli
(ómtæki) sem áætlað er að nýta í samstarfi við heilsugæsluna í landinu.
Þessi gjöf mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma. Helstu forvarnir gegn beinþynningu sem tengist lífsháttum eru kalk, D-vítamín og hreyfing.
Þann 20. október ár hvert halda beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation IOF upp á alþjóðlegan beinverndardag til að vekja fólk til vitundar um að beinþynning er heilsufarsvandamál sem ber að taka alvarlega.