Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi 4. maí 2013 í samræmi við breytingar á lögum sem Alþingi samþykkti þann 1. júní 2012. Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum.
Fram kemur á vef Sjúkratrygginga Íslands að þetta nýja kerfi auki jafnræði og sé sanngjarnara en hið gamla. Ávinningur hins nýja kerfis er m.a.
- Jafnræði einstaklinga eykst.
- Komið er til móts við þá sem hafa mikil útgjöld vegna lyfja.
- Kerfið er einfaldara en eldra kerfi.
Nýja kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%.
Tólf mánaða greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. maí 2013 þá lýkur tímabilinu 15. maí 2014. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur.
Útbúinn hefur verið LYFJAREIKNR á vef Sjúkratrygginga Íslands þar hægt er að reikna út lyfjakostnað út frá gefnum forsendum.
Einnig er hægt að skoða hvað lyf eru niðurgreidd með því að mella hér á LYFJAVERÐSKRÁ Lyfjagreiðslunefnd ákvarðar lyfjaverð samkvæmt neðangreindri lyfjaverðsskrá og er hún gefin út mánaðarlega
Upplýsingarnar hér að ofan er fengnar af vef Sjúkratryggina Íslands.