Starfsmenn Bókasafns og upplýsingamiðstöðvar LSH hafa á undanförnum mánuðum byggt upp rafrænt varðveislusafn (gagnagrunn). Safnið ber heitið Hirsla, varðveislusafn LSH. Það er sérhannað til þess að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn LSH hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann.
Auk þess er þar að finna fjölmargar greinar eftir aðra en starfsmenn LSH úr innlendum heilbrigðistímaritum t.d Læknablaðinu og Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Varðveislusafnið er öllum opið, þ.e. allir sem hafa aðgang að netinu geta skoðað þau gögn sem þar er að finna og notað þau samkvæmt ákvæðum höfundarréttar.
Vefslóð Hirslu er: www.hirsla.lsh.is
Tengill á síðuna hefur verið settur hér á vef Beinverndar undir flipanum Fróðleikur – Tenglar þar sem allir tenglar eru uppsettir í stafrófsröð.