
Dr. Björn Guðbjörnsson, læknir og formaður Beinverndar fræðir hjúkrunarfræðinga um beinþynningu, greiningu og meðferð.
Beinvernd hefur á undanförnum árum haldið upp öflugu fræðslustarfi. Meðal þess er fræðsla fyrir heilbrigisstéttir.
Dr. Björn Guðbjörnsson formaður Beinverndar heimsótti Hjartavernd nú í byrjun nóvember og flutti fyrirlestur um beinþynningu og stöðu mála í dag hvað varðar greiningu og meðferð hér á landi. Starfsfólk Hjartaverndar var ánægt með að fá fræðslu í hús til sín. Stefnt er að því að halda fleiri slíka fyrirlestra.