Fimmtudaginn 26. mars sl. var opið hús á Bæklunardeild LSH í Fossvogi. Beinvernd tók þátt og fékk tækifæri til að kynna sig og starfsemi sína og dreifa fræðsluefni. Beinvernd sýndi þar hælmælinn sem notaður er við ómskoðun á hælbeini en sú skoðun gefur vísbendingu um heilsu og þéttleika beinanna.
Fjölmargir lögðu leið sína á Bæklunardeildina og þar voru til sýnis tæki og tól er tengjast bæklunarlækningum auk þess sem boðið var upp á fræðsluefni.