Fjöldi fólks sótti opið hús sem öldrunarsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss, Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík stóðu fyrir á Landakoti fimmtudaginn 3. júní 2004. Beinvernd tók þátt í opna húsinu með því að bjóða upp á beinþéttnimælingu á hæl og fræðsluerindi um beinþynningu og beinvernd. Margir notfærðu sér tækifærið og létu mæla í sér beinþéttnina.
Á myndinni sést starfsmaður Beinverndar við beinþéttnimælingar á hæl.