Í tímaritinu er grein frá IOF (alþjóða beinverndarsamtökunum) um samhæft meðferðar- og umönnunarkerfi sem sýnt hefur verið fram á að er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin til að draga úr endurteknum beinbrotum (sjá fyrri frétt hér á vefnum).
Góð samantekt er um alþjóðlega ráðstefnu beinverndarfélaga sem haldin var í Valencia á Spáni dagana 18.-20. mars sl. og hægt er að sjá viðtöl við þátttakendur hér.
Auk þess er að finna fréttir um viðbætur við Frax-mælitækið, en það er víða notað við greiningu á beinþynningu.
Hægt er að lesa veftímaritið OsteoBlast hér.