Tímaritið Osteoporosis International er vettvangur samskipta og skoðanaskipta um nýjustu hugmyndir er varða greiningu, forvarnir, meðferð og meðhöndlun á beinþynningu og öðrum efnaskiptasjúkdómum.
Tímaritið veitir aðgang að nýjum og hagnýtum upplýsingum sem hægt er að beita við meðferð og umönnun sjúklinga með beinþynningu. Ritstjórn skipa aðilar frá 18 löndum sem gefur tímaritinu alþjóðlegan blæ og þar með vettvang skoðanaskipta. Osteoporosis International er í fararbroddi á sviði beina- og efnaskiptasjúkdóma og í tímaritinu eru birtar virtar ritrýndar greinar um hagnýta greiningu, meðferð og meðhöndlun á beinþynningu og tengdum sjúkdómum.
Aðalritstjórar eru:
John Kanis (UK)
Robert Lindsay (USA)
sjá nánar á vef alþjóðabeinverndarsamtakanna IOF en þar er að finna umsóknarform fyrir áhugasama.