Frá árinu 2006 hafa Íslenskar ráðleggingar um D-vítamín fyrir börn og fullorðna verið 10 µg/dag, en 15 µg/dag fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Er ástæða til að hækka ráðlagðan dagskammt enn frekar?
Fram kemur á vef Háskóla Íslands að íslenskar ráðleggingar um D-vítamín neyslu hafa lengi vel verið hærri heldur en í Ameríku og Evrópu, þar með talið á hinum Norðurlöndunum. Nú hafa Bandaríkamenn hækkað sinn ráðlagða dagskammt úr fyrir D-vítamín 5 µg/dag (200 IU/dag) í 15 µg/dag (600 IU/dag) fyrir börn og fullorðna frá 1 árs til 70 ára aldurs. Fyrir aldurshópinn eldri en 70 ára hækkar ráðlagður dagskammtur úr 10 µg/dag (400 IU/dag) í 20 µg/dag (800 IU/dag).
sjá nánar hér