Beinþynning er afleiðing beintaps sem gerist smátt og smátt. Beinagrindin verður veikbyggðari og hættan á beinbrotum eykst. Geimfarar, sem dvelja úti í geimnum í einhvern tíma, er hætt við hröðu beintapi sem valdið getur beinbrotum.
Þegar geimfarar fara sína fyrstu ferð út í geiminn eru þeir rannsakið vandlega af læknum bæði fyrir og eftir . Mikilvægt er að sjá hvernig þyngdarleysið hefur haft áfhrif á beinþéttnina hjá þeim. Það sem kom fyrst í ljós er að vöðvar þeirra rýrna en síðar hefur komið í ljós að bein þeirra rýrna einnig.
Samkvæmt NASA, tapa geimfarar sem dvelja í marga mánuði úti í geimnum að meðaltali 1 til 2 % af beinmassa sinum á hverjum mánuði. Oftast verður beintapið meira í neðri hluta líkamans, hryggnum og fótleggjum. Lærleggurinn tapar 1.5 % á mánuði eða um 10 % á sex mánaða tímabili úti í geimnum. Það tekur um þrjú til fjögur ár fyrir geimfarana að ná aftur beinþéttni sinni eftir að þeir koma aftur til jarðar. Beintapið getur einnig leitt til þess að kalkmagn í blóði hækkar sem eykur líkur á nýrnasteinum.
Það sem vísindamenn hafa lært á þessum rannsóknum á áhrifum þyngdarleysis á beinin er að það á einnig við um sjúklingar sem eru rúmfastir í langan tíma. Þeir tapa einnig beinmassa tiltölulega hratt. Beintap verður hjá þeim vegna þess að þeir hreyfa sig ekki og þjálfa ekki vöðvana sem festir eru á beinin en með því að hreyfa beinagrindina örvast m.a. beinmyndun og beinin styrkjast. Við langlegu rýrna einnig vöðarnir. Rannsóknir með svokölluðum ‘terranauts’ (heilbrigðum, ungum sjálfboðaliðum á jörðu niðri sem liggja flatir án þess að gera líkamsæfingar í lengri tíma) hafa sýnt að við algjört hreyfingarleysi geta beinin tapað allt upp í 15% af steinefnamagni sínu á innan við þremur mánuðum. Mjög stíf þjálfun er nauðsynleg eftir hreyfingarleysið til að ná aftur vöðvamassa, beinþéttni og styrk. Þess má geta að ekki er unnt að ná aftur að fullu beinþéttni og styrk beinanna.
Til að komast yfir áhrif beintaps á meðan geimfarar eru í geimnum eru þeir í líkamsrækt í tvo og hálfa klukkustund á dag, sex sinnum í viku á meðan þeir dvelja í geimnum. Þrátt fyrir það kemur það ekki að öllu leyti í veg fyrir áhættuna á beinbrotum en það hjálpar til við að draga úr henni.
Lærdómurinn fyrir okkur er sá að líkamsþjálfun er lykilatrið í viðhaldi sterkra beina. Allir sem eru í hættu á að fá beinþynningu eða hafa verið rúmfastir til langs tíma verða að leggja sig fram um að endurheimta beintapið og vöðvastyrkinn.
Besta leiðin til þess er að gera þungaberandi æfingar og viðnámsþjálfun reglulega. Auk þess er gott að ganga, skokka, ganga upp stiga, stafganga, tækjaleikfimi, jóga, dansa, tennis o.fl. : Hafa ber í huga að miða æfingarnar við getu og líkamsástand hvers og eins.
Heimild: Alþjóða beinverndarsamtökin IOF.