Saga / Markmið
Markmið Beinverndar
- Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli.
- Að standa að fræðslu meðal almennings og heilbrigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni.
- Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum beinþynningar og forvörnum gegn henni.
- Að eiga samskipti við erlend félög á svipuðum grundvelli.