Samstarf Beinverndar og afurðastöðva í mjólkuriðnaði vakti athygli á ársfundi alþjóða beinverndarsamtakanna IOF. Á ársfundinum kynnti fulltrúi Beinverndar starfsemi félagsins og þetta farsæla samstarf sem staðið hefur óslitið í 15 ár og gert félaginu kleift að sinna öflugu fræðslu og forvarnarstarfi á þessum árum. Sérstaka athygli vakti söfnunarátakið með svörtu fernunni og þótti með ólíkindum að það tækist að safna fyrir beinþéttnimæli á svo skömmum tíma í ekki fjölmennara samfélagi. Útlitið á fernunni og skilaboðin þóttu afbragð.