Kvenfélagasamband Ísland var eitt þeirra félaga sem ásamt öðrum félögum og einstaklingum stofnuðu Beinvernd þann 12. mars 1997.
Og nú á þessu afmælisári félagsins hafa Beinvernd og KÍ tekið höndum saman um að efla forvarnir gegn beinþynningu og hvetja til heilbrigðra lífshátta. Kvenfélagasambandið er um þessar mundir með landsátak um aukna hreyfingu og bætt mataræði sem felst m.a. í skipulagningu íþrótta- og samráðstfunda um allt land í samstarfi við héraðs- og svæðasamtök kvenfélaganna. Af því tilefni hefur KÍ viðað sér sér fræðslubæklingum til ókeypis dreifingar um hreyfingu og mataræði sem Beinvernd, Lýðheilsustöð og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslanda hafa gefið út. Í þeim felast miklar og gagnlegar upplýsingar sem kvenfélagskonur geta nýtt sér. Auk þess mun Beinvernd dreifa nýju áhættuprófi um beinþynningu með næsta tölublaði Húsfreyjunnar sem kemur út í desember.