Langtímarannsókn sýnir að þær stúlkur sem fá 200 mínútur í skólaíþróttum á viku leiðir til marktækt sterkari beina hjá þeim en þeirra stúlkna er fá einungis 60 mínútur.
Rannsóknir hafa sýnt fram á, að íþróttatímar, s.s fimleikar, körfu- eða fótbolti, þar sem álag er mikið eða mjög mikið, hafa jákvæð áhrif á beinmassann, styrk beina og innri byggingu þeirra og á það sérstaklega við um kynþroskaaldur hjá stúlkum.
Í langtímarannsókn, sem gerð var í fjórum sænskum skólum á 7 ára tímabili var reynt að meta hvort auka- íþróttatímar hefðu jákvæð áhrif á bein hjá börnum, einkum á dreifingu þéttbeins í sköflungi.
Alls tóku 170 börn þátt í rannsókninni (72 stúlkur og 98 drengir) úr sama skólanum þar sem boðið var upp á íþróttir í 200 mínútur á viku en í þremur öðrum skólum héldu 44 stúlkur og 47 drengir áfram að stunda íþróttir á hefðbundinn hátt í 60 mínútur. Allir skólarnir vour af sama svæði þar sem efnahagsleg staða íbúanna var svipuð.
Rannsakendur komstu að því að í íþróttatímum, þar sem kennt var lengur með meðal ákefð mældist aukinn beinstyrkur í sköflungi hjá stúlkum rétt fyrir kynþroskann en hins vegar ekki hjá drengjum.
Þetta kemur heim og saman við fyrri rannsóknir á þessu sviði þar sem niðurstöður voru ólíkar hjá stúlkum og drengjum. E.t.v. hafa viðbótar- íþróttatímar ekki haft áhrif á drengina þar sem þeir voru að meðaltali þrisvar sinnum í viku í líkamsþjálfun áður en álagið jókst og það hafi ekki dugað til þess að kalla fram breytingar á beinum? Stúlkurnar hafi hins vegar hreyft sig minna í frítíma sínum áður en rannsóknin hófst og aukin áhersla á íþróttir s.s. mismunandi þungaberandi æfingar nægt til að hafa þessi jákvæðu áhrif á bein þeirra?
Samkvæmt höfundi rannsóknarinnar, Dr Jesper Fritz sem starfar í Háskólanum í Lundi hafa niðurstöður fyrri rannsókna leitt í ljós að aukin líkamsþjálfun tengist meiri beinmassa og styrk hjá unglingum. Sérstaklega sé mikilvægt að stúlkur fái aukinn tíma í skólaíþróttum á því tímabili þegar beinþroskinn er að taka út vöxt og þroska sem er við kynþroskaaldur. Ef tekst að hámarka beinþéttni og styrk í æsku hafi það jákvæð áhrif á heilbrigði beina á fullorðinsárum og dragi úr líkum á beinbrotum.
Fritz, J., Duckham, R.L., Rantalainen, T. et al. Influence of a School-based Physical Activity Intervention on Cortical Bone Mass Distribution: A 7-year Intervention Study
Calcif Tissue Int (2016). doi:10.1007/s00223-016-0174-y
https://link.springer.com/article/10.1007/s00223-016-0174-y