Fram kemur í skýrslu frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF sem út kom þann 22. september sl. að beinþynning er vaxandi vandamál í allri Asíu. Upplýsingum var safnað í 14 löndum í Asíu og niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslunni The Asian Audit. Þar koma fram faraldursfræðilegar niðurstöður, kostnaður og álag í þessum 14 ríkjum.
Fjöldi mjaðmarbrota hefur tvö- til þrefaldast á undanförnum áratugum og benda líkur til þess að fjöldi brota muni aukast gífurlega á næstu 40 árum. Einnig kemur fram að tíðni beinþynningar og fjöldi beinbrota er stórlega vanmetinn í þessum heimshluta.
Líkt og víða um heim er D-vítamínskortur algengur og algengt að fólk fái ekki ráðlagðan dagskammt af kalki. Beinþynning og brot af hennar völdum valda miklu perónulegu- og samfélagslegu álagi, kostnaður er mjög mikill og fer vaxandi.
Hægt er að nálgast skýrsluna hér.