• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 09/05/2025

Spergilkálspizza með rjómasósu, mozzarella og Ísbúa

by Beinvernd / Mánudagur, 11 apríl 2016 / Published in Uppskriftir

rettur 5a

Botnar:
2 ½ dl ylvolgt vatn
2 ½ tsk þurrger
½ tsk sykur
4 msk ólívuolía
u.þ.b. 6 dl hveiti
1 tsk sjávarsalt

1. Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið og setjið sykur og ólívuolíu saman við.
2. Setjið salt og hveitið smátt og smátt saman við eða þar til deigið er mjúkt og ekki lengur klístrað. Hnoðið í 5 mínútur og leggið í skál og hyljið með rökum klút. Látið hefast í klukkutíma á hlýjum stað.
3. Hnoðið deigið aðeins niður og skiptið því í tvennt. Fletjið út í stóran hring úr hvorum parti og leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

Rjómasósa:
2 msk smjör
2 tsk hveiti
1 ¼ dl matreiðslurjómi
múskat
örlítið sjávarsalt

1. Bræðið smjör í potti og setjið hveiti saman við. Hrærið.
2. Hellið matreiðslurjómanum saman við og hrærið þar til fer að sjóða og sósan þykknar.
3. Takið pottinn af hellunni og smakkið til með múskati og sjávarsalti.
4. Smyrjið sósunni á óbakaða botnana.

Álegg:
300 g spergilkál, í litlum stilkum
1 mozzarellakúla, rifin niður
2 ½ dl Ísbúi, rifinn
1 rautt chillí, skorið í þunnar sneiðar
2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
3 msk brauðmylsna, (má sleppa)

1. Stillið ofninn á 220°C.
2. Sjóðið vatn í potti með smá salti og setjið spergilkálið út í í u.þ.b. 2 mínútur. Látið renna vel af því.
3. Þegar búið er að smyrja rjómasósunni á óbakaða pizzubotnana skal dreifa ostunum jafnt yfir.
4. Dreifið spergilkáli, chillí og hvítlauk yfir pizzurnar og sáldrið loks brauðmylsnu yfir ef vill. Bakið í 15 til 20 mínútur.

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur