Botnar:
2 ½ dl ylvolgt vatn
2 ½ tsk þurrger
½ tsk sykur
4 msk ólívuolía
u.þ.b. 6 dl hveiti
1 tsk sjávarsalt
1. Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið og setjið sykur og ólívuolíu saman við.
2. Setjið salt og hveitið smátt og smátt saman við eða þar til deigið er mjúkt og ekki lengur klístrað. Hnoðið í 5 mínútur og leggið í skál og hyljið með rökum klút. Látið hefast í klukkutíma á hlýjum stað.
3. Hnoðið deigið aðeins niður og skiptið því í tvennt. Fletjið út í stóran hring úr hvorum parti og leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
Rjómasósa:
2 msk smjör
2 tsk hveiti
1 ¼ dl matreiðslurjómi
múskat
örlítið sjávarsalt
1. Bræðið smjör í potti og setjið hveiti saman við. Hrærið.
2. Hellið matreiðslurjómanum saman við og hrærið þar til fer að sjóða og sósan þykknar.
3. Takið pottinn af hellunni og smakkið til með múskati og sjávarsalti.
4. Smyrjið sósunni á óbakaða botnana.
Álegg:
300 g spergilkál, í litlum stilkum
1 mozzarellakúla, rifin niður
2 ½ dl Ísbúi, rifinn
1 rautt chillí, skorið í þunnar sneiðar
2 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
3 msk brauðmylsna, (má sleppa)
1. Stillið ofninn á 220°C.
2. Sjóðið vatn í potti með smá salti og setjið spergilkálið út í í u.þ.b. 2 mínútur. Látið renna vel af því.
3. Þegar búið er að smyrja rjómasósunni á óbakaða pizzubotnana skal dreifa ostunum jafnt yfir.
4. Dreifið spergilkáli, chillí og hvítlauk yfir pizzurnar og sáldrið loks brauðmylsnu yfir ef vill. Bakið í 15 til 20 mínútur.