Beinþynning hrjáir um 75 milljónir manna í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan samkvæmt upplýsingum frá alþjóða beinverndarsmtökunum IOF.
Ein af hverjum þremur konum eldri en 50 ára mun hljóta brot af völdum beinþynningar og einn af hverjum fimm körlum.
85% framhandleggsbrota verða hjá konum.
Um það bil 75% mjaðmarbrota, samfallsbrota í hrygg og framhandleggsbrota verða á meðal fólks 65 ára og eldra.
Um 10% beintap í hryggjarliðum getur tvöfaldað áhættuna á samfallsbrotum.
Árið 2050, mun tíðni mjaðmarbrota meðal karla aukast um 310% á heimsvísu og um 240% meðal kvenna.
Fjöldi legudaga á sjúkrahúsi meðal kvenna eldri 45 ára vegna beinþynningar eru fleiri en samtals vegna annarra sjúkdóma s.s. sykursýki, hjartaáfalls eða brjóstakrabbameins.