Starfsemi Beinverndar á árinu 2011 hófst með heimsókn á fund Lionsklúbbsins ÚU í Mosfellsbæ mánudaginn 3. janúar. Framkvæmdastjóri Beinverndar fræddi Lionskonur um beinþynningu og beinvernd og var erindinu afar vel tekið.
Þann 4. janúar heimsótti Beinvernd Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og fræddi kennara og starfsfólk skólans um beinþynningu og beinvernd. Stór hópur starfsmann lét einnig mæla í sér beinþéttnina.