Nú stendur yfir heilsuátak starfsfólks Háskóla Íslands og meðal þess sem er í boði eru beinþéttnimælingar. Um er að ræða ómskoðun á hælbeini sem gefur vísbendingu um heilsu beinanna. Um 40 manns nýttu sér þessa þjónustu og munu væntanlega fleiri láta mæla í sér beinþéttnina í næstu viku. Fólk var hvatt til þess að taka áhættupróf um beinþynningu á vef Beinverndartil að kanna áhættu sína áður en það lét mæla í sér beinin.
Á föstudaginn 13. mars mun Dr. Björn Guðbjörnsson dósent og formaður Beinverndar vera með fyrirlestur í HÍ um beinþynningu, afleiðingar hennar og hvers vegna við þurfum að huga að beinvernd. Fyrirlestur dr. Björns er innlegg í Heilsueflingu starfsmanna Háskóla Íslands sem stendur nú yfir.
Staður: Háskólatorg, 101.