Stefnuyfirlýsing frá bresku beinverndarsamtökunum, National Osteoporosis Society, hefur verið lögð fram. Þar kemur fram með hvaða hætti unnt er að koma í veg fyrir óþarfa beinbrot af völdum beinþynningar og spara þannig mikla fjármuni í heilbrigðiskerfinu.
Bresku beinverndarsamtökin, The National Osteoporosis Society, hafa gefið út nákvæma aðgerðaáætlun sem stjórnmálamenn og stefnumótendur í heilbrigðismálum á Englandi verða að fara eftir ætli þeir sér að koma í veg fyrir endurtekin beinbrot fólks með beinþynningu.
“Sársaukfull og hamlandi brot eru ekki óumflýjanleg eða sjálfsögð afleiðing beinþynningar, en samt sem áður gerir heilbrigðiskerfið lítið til að koma í veg fyrir þau” segir Clair Severgnini, framkvæmdastjóri National Osteoporosis Society. ” Hún segir jafnframt að stefnuyfirlýsingin feli í sér lykilatriði breytinga sem verða að eiga sér stað til að unnt sé að bjóða upp á viðeigandi greiningu, meðferð og umönnun fyrir fólk með beinþynningu sem á það svo sannarlega skilið.
Hægt er að nálgast stefnuyfirlýsinguna hér.