Stelpurnar okkar keppa nú við sterkustu knattspyrnukonur Evrópu um Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu. Þær fóru beina leið á EM.
Íþróttir og hreyfing styrkja beinin, sérstaklega íþróttir líkt og fótbolti og aðrar boltaíþróttir þar sem hlaup, snúningar og stökk veita beinunum nægjanlegt álag sem örvar beinmyndun og þéttir þannig beinin. Þetta á sérstaklega við hjá börnum og unglingum sem ekki hafa tekið út fullan vöxt. Stelpurnar okkar eru góð fyrirmynd fyrir unga fólkið okkar og hvatning til að hreyfa sig. Líkamleg hreyfing, kalkrík fæða og D-vítamín er það sem við þurfum til að styrkja og viðhalda sterkum beinum
Styðjum stelpurnar okkar á EM.