• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 16/05/2025

Sterk bein með kalki og D-vítamíni

by tfadmin / Laugardagur, 22 september 2012 / Published in Greinar / Pistlar, Ólafur G. Sæmundsson

Beinþynning er algengari meðal kvenna en karla en engu að síður er áætlað að um fjórðungur þeirra sem verða beinþynningu að bráð séu karlar. Talið er að í það minnsta einn af hverjum fimm körlum, eldri en 50 ára, verði fyrir því að brotna. Ástæður þess að bein þynnast óeðlilega mikið geta verið margar eins og hækkandi aldur, erfðir, neysla ákveðinna lyfja, hreyfingarleysi og lélegt mataræði. Þó svo að við getum ekki brugðist við sumum áhættuþáttunum eins og hækkandi aldri og erfðum getum við sannarlega hjálpað okkur á öðrum sviðum, ekki síst þeim sem tengjast hreyfingu og mataræði.

Fjölmörg næringarefni hafa hlutverki að gegna varðandi beinauppbyggingu. En ég tel ekki á nein hallað þó ég geti sérstaklega tveggja efna, nefnilega steinefnisins kalks og D-vítamíns. Samkvæmt grein sem birtist í hinu virta næringarfræðitímariti Nutrition Reviews (54. 1996 S3-S10) er komist að þeirri niðurstöðu að tíðni beinþynningar gæti orðið allt að helmingi lægri ef allir myndu temja sér ráðlagða neyslu kalks og D-vítamíns. Þar sem það er vitað að beinin eru að mótast hvað mest á þeim árum sem við erum að vaxa liggur í augum uppi að þær neysluvenjur sem við temjum okkur á unga aldri geta skipt sköpum um hvað síðar verður. Engu að síður er þó ljóst að mataræði hefur áhrif á beinin á öllum aldursstigum.

 Það hefur farið nokkuð hátt í þjóðfélagsumræðunni að gosdrykkjaneysla sé óhófleg hjá ákveðnum hópum og eru unglingspiltar og ungir karlmenn þar víst í sérflokki. Þar sem samband virðist vera á milli mikils gosdrykkjarþambs og lítillar neyslu á hollustudrykknum mjólk er aukin hætta fyrir hendi að kalkneysla verði undir ráðlögðum dagsskammti sem er um 1000 milligrömm á dag (1500 mg fyrir fólk 65 ára og eldra), sem síðar meir getur komið fram í aukinni tíðni beinþynningar. Þó að hér hafi verið minnst á blessaða mjólkina sem góðan kalkgjafa þá er hægt að leita í ýmsa aðra öfluga kalkgjafa. Svo nefnd séu dæmi um fæðu og kalkmagn þá gefur 200g af mjólk 230mg; 200g af skyri, 220mg; 200g af jógúrt,250mg; 25g af osti, 160mg; 50g af hörfræi, 105mg; 50g af hafrahringjum, 85mg; 100g af spínati, 130mg; 100g af spergilkáli 100mg.

Hvað varðar D-vítamín þá hefur það þá sérstöðu að með aðstoð sólarljóssins er vítamínið framleitt í líkama okkar og nægir manni með ljóst hörund að vera úti við í björtu í 10 til 20 mínútur á dag. D-vítamín finnst ekki ríkulega í fæði og því mikilvægt að fólk, sem einhverra hluta vegna á erfitt með að fara út fyrir hússins dyr, neyti D-vítamínríkrar afurðar eins og lýsis en hálf matskeið af lýsi gefur um 20 míkrógrömm, en ráðlagður dagsskammtur er 10 míkrógrömm. Önnur fæða sem er rík af D-vítamíni er t.d. feitur fiskur eins og lax, síld og sardínur sem og lifur.

Að verða fórnarlamb beinþynningar er harla óskemmtilegt enda um afar sársaukafullan sjúkdóm að ræða. Að temja sér góðar neysluvenjur, sem meðal annars felast í nægilegri neyslu á kalki og D-vítamíni, ætti að vera okkur öllum kappsmál því öll viljum við sterk bein.

Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur