Þriðjudaginn 22. apríl heldur Beinvernd morgunverðarfund undir
yfirskriftinni Sterk bein, sterkar konur – hringborð kvenna um
beinþynningu. Fundurinn verður haldinn í salnum Háteigi á 4. hæð á Grand
Hótel og hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 10:30.
Þátttakendur hringborðsins eru þær Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá
Landlæknisembættinu; Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari kvennaliðs
KR; Hildur Gunnarsdóttir, sjúkraliði; Inga Þórsdóttir, prófessor í
næringarfræði; Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur og rannsakandi;
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Ísland og Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
alþingismaður. Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir.
Beinþynning hefur oft verið kölluð hinn þögli faraldur. Meðal alvarlegustu
afleiðinga beinþynningar eru samfallsbrot í hrygg. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt að fjöldi samfallsbrota í hrygg eru ógreind þ.e.a.s. fólk veit
ekki að það hefur brotnað. Einn þátttakenda í hringborðumræðunum, Kolbrún
Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur rannsakað afleiðingar
samfallsbrota á lífsgæði íslenskra kvenna og þar kom m.a. fram að um
helmingur kvennanna í hennar rannókn voru með samfallsbrot án þess að vita
af því og lúta hennar niðurstöður að því sama þær erlendu hvað það varðar.
Með hringborðsumræðunum vill Beinvernd hvetja til umræðna á breiðum
vettvangi og stuðla að almennri vitundarvakningu um beinþynningu. Félagið
fagnar því að hraustar konur á besta aldri sem ekki eru með beinþynningu
taki höndum saman og gefi sér tíma til að setja sig inn á málefnið og
gerast málsvarar þess.
Helstu umræðupuntktar sem gengið verður út frá í hringborðsumræðunum
snúast um það að viðhalda lífsgæðum og vernda bein með áherslu á
aðgerðalista Beinverndar:
Viðhöldum lífsgæðum og verndum beinin.
Hlustum á sjúklinga.
Hvetjum til þess að hreinar mjólkurvörur verði D-vítamín bættar.
Hvetjum til hreyfingar til að styrkja og viðhalda góðum beinum.
Stuðlum að auknum rannsóknum á beinþynningu.
Hvetjum til umræðna um skimun á beinþynningu.
Beinþynningu verði forgangsraðað á heilbrigðisáætlun og rétt meðferð verði
tryggð.