Kvennahlaupinu er lokið og þátttakan var góð, um 15000 konur tóku þátt að þessu sinni. En sumargöngu Beinverndar er hvergi nærri lokið og enn birtast góð gönguráð. Að þessu sinni er gönguhraðinn tekinn fyrir.
Það getur verið gott að vita hversu hratt gengið er til að fylgjast með álaginu hverju sinni. Auðveld leið till að finna út gönguhraðann er að telja hversu mörg skref eru tekin á einni mínútu. Meðal skreflengd er 2 og 1/2 fet eða rúmlega 80 cm – hafa skal í huga að skreflengd er mismunandi milli einstaklinga.
Hér fyrir neðan er gróf áætlun á hversu langt gengið er miðað við meðal skeflengd:
skref á mínútu |
metrar á mínútu |
km á klst. |
70 skref |
55m |
3,3 km |
90 skref |
70m |
4,2 km |
105 skref |
85m |
5,1 km |
120 skref |
95m |
5,7 km |
140 skref |
110m |
6,6 km |
160 skref |
130m |
7,8 km |
175 skref |
140m |
8,4 km |
190 skref |
150m |
9,0 km |
210 + |
170m |
10,2 km |