Öll hreyfing er betri en engin og allt telur. Hreyfingin í vinnunni, í frístundunum og þegar við förum á milli staða gangandi eða hjólandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Gígju Gunnarsdóttur hjá Lýðheilsustöð miða almennar ráðleggingar við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur daglega og börn hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega. Það þarf því alls ekki svo langan tíma til að hreyfa sig til að hafa jákvæð áhrif á heilsuna en aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur.
Þegar vel er að gáð ættu flestir að geta komið 30 mínútna hreyfingu inn í dagskipulagið, annað hvort í einni lotu eða í 2-3 styttri lotum – og munum að allt telur.