Fyrsta skrefið í baráttunni við beinþynningu er að þekkja áhættuþætti hennar. Það getur haft mikil og jákvæð áhrif á beinheilsuna síðar á ævinni að ekkja áhættuþætti beinþynningar snemma á lífsleiðinni og gera viðeigandi ráðstafanir. Kannaðu áhættuþætti þína og taktuáhættupróf um beinþynningu!
Áhættuþættir breytast með aldrinum. Eftir því sem fólk verður eldra því meir ætti það að íhuga áhættuþætti sem tengjast beint aldri og halda áfram að að gera viðeigandi ráðstafanir, s.s. huga að byltuvörnum til að halda b einum sínum óbrotnum. Engin ein lausn hentar öllum til að verjast beinþynningu sökum þess að áhættuþættir eru mismunandi eftir aldri og einstaklingum. Þess vegna verður hver og einn að vaka yfir eigin heilsu og ráðfæra sig við lækni, næringarfræðing eða aðra sérfræðinga um breytingar á mataræði, líkamsþjálfun og lífsháttum sem bæta beinheilsuna. Í bæklingnum Vertu á varðbergi – dragðu úr áhættunni á beinþynningu er hægt að lesa sig til um áhættuþætti.na.