Ein leið til að meta álagið í göngunni er svokallað talpróf, sem segir til um hversu mæðin þú ert og þannig hversu mikið þú ert að reyna á þig.
Við litla áreynslu, þá getur þú talað auðveldlega og átt ekki í erfiðleikum með að halda uppi samræðum á meðan þú gengur. Öndunin er þægileg.
Við meðal áreynslu, getur þú enn talað en átt ekki eins auðvelt með að halda uppi samræðum. Öndunin er meiri.
Við mikla áreynslu, getur þú sagt nokkur orð, en þú getur ekki haldið uppi samræðum. Öndunin er þung.
Það styttist óðum í kvennahlaupið, en það verður haldið laugardaginn 7. júní.