Vikan 1. – 7. febrúar er tannverndarvika en í henni er lögð áhersla á málefni tannheilsu. Að þessu sinni er kastljósinu beint að tannheilsu barna. Börn á Íslandi búa við verstu tannheilsu á Norðurlöndunum. Margt þarf að gera til að snúa vörn í sókn, ekki síst að huga almennt betur að tannhirðu barnanna.
Á vef Lýðheilsustöðvar er að finna nánari upplýsingar um um tannverndarvikuna og fræðsluefni um tannburstun.