Miklar breytingar hafa verið gerðar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði. Breytingarnar ná til eftirtalinna lyfjaflokka:
- Lyf til lækkunar blóðfitu
- Sýruhemjandi lyf
- Lyf til lækkunar á blóðþrýstingi
- Lyf sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun (lyf vegna beinþynningar)
- Astmalyf, frá og með 1. janúar 2010
Beinvernd, Frumtök, Hjartaheill og Lyfjafræðingafélag Íslands hafa tekið höndum saman um að kynna þessar breytingar og eru allar upplýsingar að finna á vef Lyfjafræðingafélags Íslands
Mikilvægt er að kynna sér þessar breytingar.