Það eru ekki bara gamlar konur sem fá beinþynningu og það fékk Hildur Gunnarsdóttir að vita þegar hún aðeins 37 ára gömul greindist með beinþynningu. Hildur er nú fimmtug og verður að gæta beina sinna sérstaklega vel vegna þess hversu brothætt hún er. Það gerir hún með hollum lifnaðaháttum auk þess að vera í stöðugri meðferð hjá sjúkraþjálfara og taka inn lyf sem auka beinþéttnina. Hildur segir okkur sögu sína í viðtali við Fréttatímann
Við minnum á alþjóðlega beinverndardaginn þann 20. október n.k. og hvetjum alla til að huga vel að beinum sínum.