Allir heilbrigðisstarfsmenn ættu að vera meðvitaðir um einkenni samfallsbrota en þau eru:
- Lækkun á líkamshæð meira en 3 cm
- Bráður verkur í baki eða langvarandi bakverkur
- Aukin afmyndn hryggjar, kryppa/herðakistill
- Útstandandi kviður og jafnvel öndunarerfiðleikar, bakflæði g önnur óþægindi frá meltingarvegi.
- Takmörkuð hreyfigeta í hrygg t.d.erfiðleikar með frambeygju, að rísa á fætur, klæða sig, ganga upp stiga, þörf á hjálpartæki við gang s.s. göngugrind eða staf.
- Allt þetta getur haft áhrif á andlega líðan og valdið kvíða og þunglyndi.
Myndgreining er talin besta leiðin til að greina og staðfesta samfallsbrot í hrygg. Einnnig r unnt að greina samfallsbrot með annarri myndgreiningu (tölvusneiðmyndum eða segulómun). Jafnvel er unnt að greina samfallsbrot með beinþéttnimælingu.
Röntgenlæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn æt ða skrá öll samfallsbrot í hrygg, einnig þau sem greinast af tilviljun, t.d. þegar lungu og hjarta eru mynduð, sem BROT til þess að koma skýrum skilaboðum á framfæri við meðferðaraðila.
Virk lyfjameðferð minnkar áhættuna á frekari samfallsbrotum um 30% – 70% hjá konum eftir tíðahvörf.