Alþjóðleg beinverndarráðstefna á vegum alþjóða beinverndarsamtakanna IOF World Congress on Osteoporosis (IOF WCO) var haldin 2. – 6. júní sl. í Toronto í Kanda. Þetta er stærsta vísindaráðstefna sem haldin hefur verið sem er eingöngu tileinkuð sjúkdómnum beinþynningu.
Sendir voru inn 720 útdrættir úr rannsóknum og greinilegt að margt er að gerast í rannsóknum á þessu sviði. Að þessu sinni var ráðstefnan einnig ætluð hjúkrunarfræðingum og sjúkraþjálfurun og voru nokkrir fyrirlestrar sérstaklega ætlaður þeim faghópum.
Á þessari slóð http://www.osteofound.org er hægt að finna allar fréttatilkynningar sem sendar voru út vegna ráðstefnunnar.