Alþjóðabeinverndarsamtökin IOF kynna að boðið verði upp á þrjá fundi, sem sérstaklega eru ætlaðir bæklunarlæknum, á alþjóðlegri ráðstefnu um beinþynningu sem haldin verður í Bangkok á Tælandi dagana 3.-7. desember,The International Osteoporosis Foundation World Congress on Osteoporosis.
Þetta er frábært tækifæri fyrir bæklunarlækna að fá umræðufund með sérfræðingum sem hafa hlotið alþjóðlega viðurkenningu á þessu sviði og ræða sértæka klíníska vinnu og hvernig meðferð við beinþynningu er nýtt í mismunandi heimshlutum.
Hægt er að fræðast nánar um þessa fundi á heimasíðu alþjóðasamtakanna IOF