Listi yfir þau vísindatímarit sem mest var vitnað í árið 2009, Journal Citation Reports®, Thomson Reuters, var nýlega gefinn út. Þar kemur fram að oftast er vitnað í vísindatímaritið OSTEOPOROSIS INTERNATIONAL í klínískum rannsóknum um beinþynningum. Tímaritið er nú í 19. sæti af 105 tímaritum í flokki tímarita sem fjalla um innkirtlafræði og efnaskipti (Endocrinology & Metabolism).
Osteoporosis International er samstarfsverkefni International Osteoporosis Foundation (IOF) og National Osteoporosis Foundatation (NOF) í Bandaríkjunum. Aðalritstjórar tímaritsins eru John A. Kanis, Englandi, og Robert Lindsay, Bandaríkjunum. Í ritstjórninni eru leiðandi sérfræðingar frá 18 löndum.
Tímaritið kemur út mánaðarlega og er í fararbroddi á vettvangi rannsókna um hagnýta greiningu, meðhöndlun og meðferð á beinþynningu og öðrum efnaskiptasjúkdómum í beinum. Auk klínískra rannsókna og ritrýni er tímaritið vettvangur skoðanaskipta um hagnýtar upplýsingar um meðhöndlun sjúklinga með beinþynningu.
Alþjóða beinverndarsamtökin IOF koma að útgáfu fleiri tímarita og má sjá tengla yfir þau hér fyrir neðan:
• Osteoporosis International: http://www.springer.com/journal/00198
• Calcified Tissue International: http://www.springer.com/journal/223
• Archives of Osteoporosis http://www.springer.com/journal/11657
• Progress in Osteoporosis http://www.iofbonehealth.org/pio/