Um 70 manns komu á slysa- og bráðadeild Landspítalans eftir að hafa dottið í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn. Um 60 brot má rekja til byltna vegna hálkunnar. Einnig hafa margir tognað.
Þegar kólnar í veðri eykst hætta á hálku. Læknar á slysadeildinni beina vinsamlegum tilmælum til allra, sérstaklega eldri borgara, að fara varlega á bílastæðum og gangstéttum til að komast hjá óþægilegri byltu og meiðslum. Gott getur verið að nota manbrodda í hálkunni.