Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Undirbúningur dagsins er þegar hafinn hjá aðildarfélögum IOF alþjóða beinverndarsamtakanna.
Alþjóðlegi beinverndardagurinn veitir beinverndarfélögum um allan heim vettvang til að sameina krafta sína á heimsvísu til þess að beina athyglinni að sjúkdómnum beinþynningu og tækifæri til að fræða almenning og stefnumótendur í heilbrigðisþjónustu sínum löndum í um afleiðingar beinþynningar og mikilvægi forvarna.
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er sú sama og í fyrra STÖNDUM UPPRÉTT OG TÖLUM FYRIR BEINHEILSU!