Þann 21. febrúar sl. kom út tæknileg skýrsla um áhættumat brota frá alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO (World Health Organization technical report) og á sama tíma var var opnuð vefsíða FRAX™ með áhættumati sem byggir á staðtölum í 9 löndum í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum.
IOF, alþjóða beinverndarsamtökin, fagna útkomu skýrslunnar og vefsíðunnar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum að þau líti á hvorutveggja sem mikilvæg skref til þess að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki um allan heim að greina þá sjúklinga sem eru í mestri áhættu á að brotna og veita þeim sem besta meðferð. Greining og mat á áhættu brota verður mun einfaldari og kemur þeim vel sem eru í áhættuhópi auk þess sem þetta getur sparað mikinn kostnað vegna sjúkdómsins.