Veftímaritið Progress in Osteoporosis kemur út ársfjórðungslega. Í hverju tölublaði er að finna góða ritrýnda samantekt helstu rannsókna er tengjast beinþynningu er birtar hafa verið á síðustu 3-4 mánuðum.
Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni eru greinar um beinþéttnimælingar, erfðir, beinmyndun, líkamsþjálfun, byltuvarnir, áhættuþætti, lyfjameðferð og margt fleira.