Á alþjóðlegum beinverndardegi og alþjóðlegum degi matreiðslumanna buðu matreiðslumeistarar í Klúbbi Matreiðslumeistara sjúklingum og starfsfólki Grensásdeildar upp á þriggja rétta hádegisverð. Þetta var verðugt og gefandi verkefni og voru viðtökur frábærar. Matargestir voru afar þakklátir fyrir framtakið og tilbreytinguna í daglegu starfi á deildinni. Fulltrúi Beinverndar var einnig á staðnum og dreifði nýju fréttabréfi sem kom út þennan dag. Klúbbur Matreiðslumeistara og Beinvernd hafa verið í samstarfi mörg undanfarin ár á sameiginlegum alþjóðlegum degi félaganna.
Matseðill Grensásdeildar á alþjóðlega kokkadeginum 2009 var settur saman með það í huga að næringarinnihald væri prótein- og bætiefnaríkt sem hjálpar beinum og vefjum líkamans að gróa og endurnýja sig. Góð næring skiptir miklu máli í endurhæfingarferlinu og getur haft áhrif á hversu fljótt og vel fólk nær bata eftir slys eða sjúkdóma.
Meistarakokkarnir buðu upp á:
Spergilkálssmaukúpa með broddkúmeni og kóreander
borin fram með kryddjurtarjóma
Steikt langa með pressuðu kartöflusmælki, bygg-quinoa ragú,
gufusoðnum gulrótum og fennelsósu
Mangó-skyrterta með ávaxtasalati
Myndir frá deginum er að finna hér