IOF – ECCEO 2010 ráðstefnan sem haldin var í Flórens 5. – 8. maí sl. heppnaðist vel. Met þátttaka var eða um 5500 manns frá yfir 100 löndum. Evrópubúar voru fjölmennastir eða tæplega 74% þátttakenda og flestir þeirra voru frá Ítalíu eða um 600 manns. Rúmlega 8% komu frá Asíu og rúmlega 6% frá Norður Ameríku en 3% frá Suður Ameríku og 3% frá Miðausturlöndum.
Aldrei hafa fleiri abstaktar verið sendir inn og dagskrá ráðstefnunnar þótti mjög vönduð. Forsvarsmenn ráðstefnunnar segja að þetta staðfesti að IOF WCO-ECCEO10 hafi verið mikilvægur vettvangur rannsókna á beinþynningu.
Vísindadagskráin var fjölbreytt og gæði upplýsinga og gagnsemi mikil fyrir lækna og vísindamenn í greininni.
Í ljós þess hve vel lukkaðist með ráðstefnuna í Flórens hafa IOF og ESCEO samþykkt að vinna áfram saman og skiplegga vísindafundi í Evrópu fram til árins 2013. Þessi tvö samtök munu skipuleggja í sameiningu Evrópuráðstefnu um beinþynningu og slitgigt. Markmiðið er að þar skapist umræðugrundvöllur um nýjustu rannsóknir á beinasjúkdómum. Auk þess verða IOF-ECCEO11 ráðstefna sem haldin verður 23. -26. mars 2011 í Valensíu á Spani IOF-ECCEO12 ráðstefna sem haldin verður 21. – 24. mars í Bordeaux í Frakklandi.