Beinþynning (osteoporosis) er sjúkdómur í beinum, sem einkennist af minnkuðum beinmassa og breyttri uppbyggingu beinsins. Beinþynning er einkennalaus sjúkdómur til margra ára, þar til fylgikvillar sjúkdómsins gera vart við sig með beinbrotum. Í dag er unnt að greina beinþynningu tímanlega með þar til gerðum beinþéttnimælum. Með virkri forvörn má að miklu leiti koma í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsins og varðveita dýrmæt lífsgæði.
Afleiðingar beinþynningar eru bæði sársaukafullar fyrir einstaklinginn og kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið. Áætlað er að um 1200-1400 beinbrot verði árlega hér á landi sem rekja má til beinþynningar. Algengust eru framhandleggsbrot u.þ.b. 800 á ári, upphandleggsbrot eru talin vera um 300 og lærleggsbrot nálægt 250 á ári. Þá er ótalinn fjöldinn allur af samfallsbrotum í hrygg, sem valda miklum sársauka og hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði.
Beinmyndun
Beinið er lifandi vefur. Eðlileg beinummyndun fer þannig fram að beinvefur er brotinn niður af beinfrumum sem nefnast beinúrátur (osteoclasts). Samtímis er nýr beinvefur myndaður af beinmyndunarfrumum (ostoblasts). Beinmyndunarfrumur hafa yfirhöndina fyrstu tvo áratugina, en síðan ríkir nokkurt jafnvægi fram að tíðahvörfum hjá konum, er beinúrátur ná yfirtökunum. Upp úr því fer beinið að gisna með meiri hraða en áður. Beinniðurbrotið nær einnig yfirtökum hjá körlum, en ætla má að það gerist 10 árum síðar en hjá konum. Afleiðingar beinþynningarinnar, þ.e.a.s. beinbrotin, verða fyrst einum til tveimur áratugum síðar. það má því með sanni segja að beinþynning sé dulinn sjúkdómur til margra ára og því mikilvægt á þessum einkennalausu árum að huga að forvörnum. Rannsóknir sýna að gera má ráð fyrir því að þriðja hver kona og tólfti hver karl hljóti beinbrot vegna beinþynningar á lífsleiðinni.
Áhættuþættir
Nýlega hefur Gigtarfélag Íslands og Gigtarráð gefið út bæklinginn “Beinþynning; byggjum upp og bætum líðan”, en þar er fjallað á ítarlegan hátt um beinþynningu, m.a. áhættuþætti, samband beinþynningar við aðra gigtarsjúkdóma og hvaða meðferðarmöguleikar eru fyrir hendi. Ennfremur fjallar bæklingurinn um mikilvægi forvarna gegn beinþynningu. Í töflu 1 er yfirlit yfir helsu áhættuþætti beinþynningar.
Lífsgæði
Mikið hefur verið rætt og ritað um lífsgæði á undanförnum árum í kjölfar þess að kröfurnar um gæðaeftirlit og árangursmat hafa aukist. Einnig hafa kröfur um bættan hag langveikra kallað á lífsgæðarannsóknir. Meðferðarárangur er oft metinn með t.d. fjölda þeirra sem ná fullum bata, bættum lífshorfum, o.s.frv.. Hins vegar eru margir sjúkdómar þess eðlis, eins og beinþynning, að fullum bata er ekki unnt að ná, þótt hægt sé að fyrirbyggja afleiðingar sjúkdómsins.
Lífsgæði er flókið hugtak sem hefur fengið margar skilgreiningar og mörg mælitæki verið þróuð með það að markmiði að meta lífsgæ›ð og tryggja réttmæti og áreiðanleika mælingarinnar. Mat á lífsgæðum er háð núverandi aðstæ›um, fyrri reynslu, væntingum til framtí›ðrinnar ásamt áhrifum sjúkdómsins og etv. meðferðar á einstaklinginn. Lífsgæði eru ekki stöðug og geta breyst mikið.
Mælitækin eru oftast í formi spurningalista eða með svokölluðum djúpviðtölum, sem meta t.d. andlega (t.d. skapferli, kvíða og depurð) og líkamlega líðan (t.d. verkir), getu til að sinna daglegu lífi (t.d heimilisstörf og eigin umhirðu), frítíma og félagsslífi.
Kröfur fólks til lífgæða eru misjafnar, einkum til hinna efnislegu þátta þeirra. Fatlaðir, aldraðir og sjúklingar með langvinna sjúkdóma sem hafa lifað lengi með verki, vanlíðan og stundum við kröpp kjör, meta lífsgæði sín oft betri en aðstandendur þeirra og flþir sem annast þá gera. þetta gerir það að verkum að erfitt er að finna algildan mælikvarða á lífsgæði.
Samfallsbrot.
Við samfallsbrot í hrygg ganga hryggjarliðbolir saman í brjóstliðum eða lendarliðum. fiþtta getur gerst við lítið átak eins og t.d. hósta eða þegar hlut er lyft upp frá gólfi. Einkennin eru smellur eða brestur í baki ásamt skyndilegum og miklum verk. Afleiðingin er oft sjúkrahúsinnlögn, verkjalyfjagjöf og skert hreyfigeta. Þótt brotið grói á sex til átta vikum verða verkir oft vi›ðarandi, auk þess sem hættan á endurteknum brotum er mikil. Við endurtekin brot gengur hryggurinn enn meira saman og einstaklingurinn verður hokinn. Við mjög alvarleg samfallsbrot í hrygg þrengir að lungum, sem getur valdið öndunarörðugleikum. Einnig getur þrengt að kviðarholslíffærum með truflun á starfssemi meltingarfæra sem afleiðingu.
Auk líkamlegra einkenna orsaka samfallsbrot andlegar þjáningar. Getan til að sinna fyrri störfum og áhugamálum minnkar. Hræ›ðlan við að hljóta aftur samfallsbot gerir það að verkum að fólk hreyfir sig minna og þorir jafnvel ekki út úr húsi og verður því félagslega einangrað. Hreyfingarleysið gerir það síðan að verkum að vöðvastyrkur minnkar og beinmassinn minnkar hraðar og kominn er vítahringur.
Eftir því sem meðalaldur þjóðarinnar eykst, má gera ráð fyrir að brot eins og samfallsbrot ver›ð algengari og því er nauðsynlegt að huga að forvörnum tímanlega. Aldrei er of seint að hefja forvörn eða meðferð með lyfjum sem bæta beinhag þeirra sem þegar eru með beinþynningu. Þannig má fækka beinbrotum af völdum beinþynningar um allt að helming.
Verndum lífsgæðin með forvörn
Það er einfaldara að fyrirbyggja beinþynningu en að meðhöndla hana. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mismunandi eftir aldri og kyni, en eru mjög mikilvægar á öllum aldursskeiðum , sérstaklega hjá unglingsstúlkum og rosknum konum. Helstu forvarnir eru fólgnar í réttri næringu og eru D-vítamín og kalk hornsteinn í uppbyggingu beina. Rannsóknir hafa sýnt að D-vítamínbúskapur íslenskra karla og kvenna er verulega ábótavant um miðbik vetrar. Eldra fólk tryggir sér þó frekar D-vítamin með því að taka lýsi og fjölvítamin en það yngra.
Hæfileg og regluleg hreyfing og þjálfun miðað við aldur og getu er mikilvæg. Hreyfing eykur beinþéttni og viðheldur vöðvastyrk og liðleika, auk þess sem jafnvægisskyn og samhæfing batnar. Góð líkamsþjálfun minnkar líkur á falli.
Miklar framfarir hafa orðið í lyfjameðferð, bæði til að varna beinþynningu og til fless að bæta beinhag þeirra sem þegar eru komnir með beinþynningu. Komið hafa á markaðinn ný kvenhormón til notkunar sem uppbótarmeðferð við tíðarhvörf og nýlega hafa einnig komið á markað hormónalík lyf með sérhæfum ostrógenáhrifum á beinummyndunina. Auk þess hafa komið enn sértækari lyf, s.k. bísfósfónöt, til notkunar hjá þeim sem þegar eru komnir með beinþynningu.
Þessi aukna meðvitund um mikilvægi forvarna og meðferðarmöguleika, mun skila enn betri árangri og þannig bæta horfur og fækka sársaukafullum beinbrotum hjá þeirri kynslóð sem nú er að eldast.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað sem verkefnisstjóri við Beinþéttnimóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en þar er unnið að rannsókn á lífsgæðum norðlenskra kvenna með beinþynningu.
Áhættuþættir beinþynningar | |
Erfðir | Hafa mikla þýðingu og ástæða til að vera á varðbergi ef einhver ættingi hefur brotnað af völdum beinþynningar. Þó er líklegra að erfðir og lifnaðarhættir fari saman.
|
Kynþáttur | Beinþynning er algengari hjá hvíta og gula kynstofninum en þeim svarta.
|
Kyn | Miðaldra konur hafa sex sinnum meiri áhættu á að verða fyrir beinþynningarbroti en karlar. Með hækkandi aldri minnkar þó munurinn milli kynjanna.
|
Aldur | Beinþynning verður meiri með aldrinum og dettni er einnig algengari meðal eldri einstaklinga.
|
Hreyfingarleysi | Regluleg hreyfing fyrirbyggir beinþynningu og hemur niðurbrot beinanna, jafnframt því að styrkja vöðvabyggingu, auka jafnvægisskyn og samhæfingu.
|
D-vítamín og kalkskortur | D-vítamín og kalk eru hornsteinar beinbyggingarinnar
|
†mis lyf og sjúkdómar | Barksterar (t.d.prednisolon) gefnir til langs tíma geta valdið beinþynningu. Sjúkdómar eins og liðagigt, illkynja sjúkdómar í beinum, ofstarfsemi skjaldkirtils og langvarandi meltingarsjúkdomar geta valdið beinþynningu.
|
Líkamsþyngd | Mjög grannur vöxtur hefur neikvæð áhrif á östrógenbúskap líkamans og rannsóknir sýna að grannar konur brotna frekar en þær sem eru þéttholda
|
Reykingar | Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja hafa minna magn kvenhormóna.
|
Áfengi | Hæfilegt magn af áfengi hefur líklega engin neikvæð áhrif á beinvefinn. Misnotkun áfengis er þó stór áhættuþáttur |
Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur