Beinheilsuátak í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
47 konur létu mæla í sér beinþéttnina hjá hjúkrunarfræðingum Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í síðustu viku og fengu góða fræðslu um beinþynningu og forvarnir gegn henni. Félagið Beinvernd lagði til beinþéttnimæli, svokallaðan hælmæli, sem er ómskoðunartæki og gefur góða vísbendingu um heilsu beinanna. Beinvernd fagnar heilsuátaki sem þessu.