Þekking í beina- og liðasjúkdómum hefur á undanförnum árum vaxið gríðarlega, klínískar upplýsingar, rannsóknargögn og ný tækniþekking. Beina- og liðasjúkdómar eru að ná miklu faraldursfræðilegu umfangi og meðferðarmöguleikar eru nú afar fjölbreyttir. Þetta kallar á umræður til að ná klínískum niðurstöðum.
Í ljósi þessa verður haldin ráðstefna í borginni Barcelona á Spáni í janúar á næsta ári. Þar er afar metnaðarfull dagskrá og hægt er að sjá dagskrána sem viðkemur beinþynningu hér.
Alþjóðleg vísindanefnd kemur að ráðstefnunni og þar eru virtir fræðimenn í faginu. Meðal þeirra er Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtlækningum og formaður Beinverndar. Hægt er að sjá nöfn nefndarmanna hér.