Föstudaginn 20. október heldur Beinvernd upp á alþjóðlegan beinverndardag líkt og 200 önnur beinverndarfélög um allan heim. Í tilefni dagsins verður haldin ráðstefna í Blásölum á Lanspítalanum í Fossvogi og hefst hún kl. 13:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er betra er heilt en vel gróið. Áður gefst ráðstefnugestum kostur á að fá sér kalkríka hádegishressingu á 5. hæð spítalans fyrir fram Bæklunarskurðdeildina og skoða tæki og tól sem notuð eru í bæklunarskurðlækningum. Gætum vel að heilbrigði beina okkar.