Fréttabréf Beinverndar er komið út
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Í fréttabréfinu að þessu sinni er m.a. að finna grein um D-vítamín, Lífsgæði og samfallsbrot í hrygg vegna beinþynningar auk viðtals við Hildi Gunnarsdóttur sem greindist með beinþynningu fyrir fimm árum síðan þá 37 ára gömul. Þeir sem áhuga hafa á að fá bréfið sent heim geta haft samband við Beinvernd.
- Published in Fréttir
No Comments
Sterk bein, sterkar konur
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Þriðjudaginn 22. apríl heldur Beinvernd morgunverðarfund undir yfirskriftinni Sterk bein, sterkar konur – hringborð kvenna um beinþynningu. Fundurinn verður haldinn í salnum Háteigi á 4. hæð á Grand Hótel og hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 10:30. Þátttakendur hringborðsins eru þær Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu; Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari kvennaliðs KR; Hildur Gunnarsdóttir, sjúkraliði;
- Published in Fréttir
Helstu lyf gegn beinþynningu önnur en hormónalyf
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Hér á vefnum er að finna grein eftir prófessor Gunnar Sigurðsson um helstu lyf sem notuð hafa verið í baráttunni við beinþynningu önnur en hormónalyf. https://beinvernd.net/displayer.asp?page=172&p=ASP\Pg172.asp Einnig er hægt að fara undir flipann beinþynning – meðferð og finna greinina þar, Helstu lyf.
- Published in Fréttir
Sýnum fyrirhyggju og berjumst gegn beinþynningu
Þriðjudagur, 15 janúar 2008
Fyrsta skrefið í baráttunni við beinþynningu er að þekkja áhættuþætti hennar. Það getur haft mikil og jákvæð áhrif á beinheilsuna síðar á ævinni að ekkja áhættuþætti beinþynningar snemma á lífsleiðinni og gera viðeigandi ráðstafanir. Kannaðu áhættuþætti þína og taktuáhættupróf um beinþynningu! Áhættuþættir breytast með aldrinum. Eftir því sem fólk verður eldra því meir ætti það
- Published in Fréttir