• Forsíða
  • Beinvernd
    • Um félagið
    • Persónuvernd
    • Saga / Markmið
    • Stjórn
    • Samstarfsaðilar
    • Minningarkort
    • Aðildarumsókn
  • Beinþynning
    • Greining
    • Meðferð
      • Meðferðarúrræði
      • Bífósfónöt
      • Helstu lyf
      • Estrógen
    • Áhættuþættir
    • Forvarnir
  • Fróðleikur
    • Fréttabréf / Útgáfa
    • Gagnabanki
    • Greinar og pistlar
    • Kalk og D-vítamín
    • Tenglar
    • Gott í gogginn
  • Áhættupróf
  • Beinráður
  • English
 17/05/2025

Karlar brotna líka

by tfadmin / Laugardagur, 22 september 2012 / Published in Brynjólfur Mogensen, Greinar / Pistlar

Grein eftir Brynjólf Mogensen, sviðstjóri slysa- og bráðasviðs, Landspitala Háskólasjúkrahúss

Beinbrot eru algeng.  Þau orsaka þjáningu ungra sem aldna. Þau eru tímaþjófur. Beinbrot eru einstaklingum, fjölskyldum, fyrirtækjum og þjóðfélaginu mjög dýr.

Árlega koma yfir þúsund einstaklingar af höfuðborgarsvæðinu á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og greinast með ýmiss konar beinbrot.  Í flestum tegundum slysa eru karlar í meirihluta framan af ævinni.  Eftir miðjan aldur brotna konur frekar en karlar og þá aðallega vegna afleiðingar beinþynningar.

Mun minna hefur verið fjallað um beinbrot karla en kvenna eftir miðjan aldur.  Í nýlegri íslenskri rannsókn kom í ljós að brot hjá körlum eru algeng eftir miðjan aldur (1).  Þar var stuðst við hóprannsóknir Hjartaverndar sem hófust árið 1967 og var ætlað að finna og fylgjast með áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.    Það vaknaði áhugi á að rannsaka brotalíkur karla í rannsóknarhópum Hjartaverndar.  Einnig að kanna hversu mikinn áverka þurfti til að brotna og hvaða bein helst brotnuðu. Einstaklingar voru valdir úr íbúaskrá Reykjavíkur og nágrennis sem voru fæddir á árunum 1907-1934.  Mörg þúsund (4.137) körlum var fylgt nákvæmlega eftir frá 1. janúar 1977 til 31. desember  árið 2000 eða þar til þeir létust.  Karlarnir voru að meðaltali 54 ára , sjá súlurit 1, þegar þeir komu inn í rannsóknina  og þeim var fylgt eftir í 18.5 ár.  Alls brotnuðu 939 af 4.137 eða tæplega fjórðungur karlanna á þessu tímabili og hlutu þeir samtals um 1.531 brot.  Brot hjá körlunum fyrir 1. janúar 1977 voru ekki talin með í rannsókninni.

Súlurit 1

Súlurit 1

Meira en helmingur karlanna eða 53% brotnaði við  til þess að gera lítinn áverka eins og fall eða hrösun úr standandi stöðu  en slík brot  eru kölluð lágorkubrot.

Fyrsta brot átti sér stað um 65 ára aldur, annað brot við 68 ára aldur, það þriðja um 71 árs aldur og það fjórða þegar karlarnir voru 73 ára.  Ef karl brotnaði  voru 34% líkur á að brotna öðru sinni.  Ef karl  brotnaði tvisvar voru 43% líkur á að brotna í þriðja skiptið og eftir það um 40% líkur á nýju broti eftir hvert brot.  Brotalíkur karlanna voru 19.5 á 1000 karla á hverju ári. Brotalíkur jukust mikið með hækkandi aldri, sjá súlurit 2. Algengustu brotin voru: Rifbrot 246, brot á hendi 241, brot á framhandlegg 212, brot á fæti 138 og á mjöðm 135.  Lítinn áverka þurfti til að brotna á upphandlegg í 72% tilvika, á framhandlegg hjá 77% og á mjöðm í 75% tilvika.

Súlurit 2

Súlurit 2

Hvað er til ráða.  Við vitum að ef karlmaður brotnar um miðjan aldur eru rúmlega þriðjungs líkur á að hann brotni öðru sinni og eftir það um 40% líkur á nýju broti í hvert skipti sem hann brotnar.  Það skiptir því miklu máli að við karlar og reyndar konur líka tökum þátt í reglubundinni líkamsþjálfun eins og að ganga, synda, dansa eða fara á einhverja af hinum fjölmörgu stöðum sem bjóða upp á góða aðstöðu til líkamsþjálfunar.

Hækkandi aldur á frekar að vera hvati og aldrei er of seint að byrja á reglubundinni líkamsþjálfun.  Jafnframt er gott og reyndar nauðsynlegt að stunda jafnvægisæfingar sem ættu að vera hluti af daglegri líkamsþjálfun bæði karla og kvenna.  Andleg þjálfun er ekki síður mikilvæg. Öllum farnast betur ef heilinn er í góðu lagi. Hann þjálfast t.d. við að lesa, spila, leysa krossgátur eða tefla. Ekki má gleyma mataræðinu.  Við þurfum að borða hollan mat með miklu kalkinnihaldi ásamt D vítamíni  í fljótandi eða föstu formi.  Ef karlar og konur brotna eftir miðjan aldur er mikilvægt að leita sér ráðgjafar um mataræði, hreyfingu, rannsóknir og lyfjameðferð. Hjá flestum, bæði konum og körlum, sem brotna um miðjan aldur er skynsamlegt að láta mæla beinþéttnina. Beinþéttnimælingar segja til um hvort viðkomandi þarf á sértækri lyfjameðferð að halda.

Beinvernd er nauðsynleg svo lengi sem við lifum.

Heimildir:

Brynjólfur Y. Jónsson, Kristín H Siggeirsdóttir, Brynjólfur Mogensen, Gunnar Sigurðsson

Fracture rate in a population-based sample of men in Reykjavík. Acta Orthopaedica Scandinavica 2004 Apr;75 (2): 195-200.

(Greinin birtist í Morgunblaðinu í október 2004)

Beinvernd

Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Samtökin voru stofnuð 12. mars 1997 í Reykjavík. Stjórn Beinverndar skipa átta manns auk tveggja varamanna. Stofnandi Beinverndar er Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, formaður er Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir og verndari félagsins er Ingibjörg Pálmadóttir fv. heilbrigðisráðherra

Fróðleikur

Útgáfa
Greinar / Pistlar Tenglar
Gott í gogginn

Hafðu samband

Netfang: [email protected]
Heimilisfang: Háholt 14
270 Mosfellsbær
Ísland

Beinvernd. Öll réttindi áskilin.

TOP

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Ég samþykki Ég synja
Friðhelgisstillingar
Friðhelgisstillingar

Beinvernd notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Nauðsynlegar vafrakökur Tölfræðilegar vafrakökur Þjónustuborð Persónuvernd Vafrakökustefna
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á beinvernd.net
  • CookieConsent

Þessar vafrakökur safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun á vefnum.

Google Analytics
Við söfnum nafnlausum upplýsingum um notkun til að bæta heimasíðuna og þjónustuna.
  • _ga
  • _gid
  • _gat

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur