Bandarísku beinverndarsamtökin The National Osteoporosis Foundation (NOF) halda upp á maímánuð sem beinverndarmánuð á landsvísu í Bandaríkjunum og að þessu sinni er slagorð samtakanna „Break Free from Osteoporosis“
Á hverju ári verða um tvær milljónir beinbrota í Bandaríkjunum vegna beinþynningar. Líkt og í öðrum heimshlutum höfðu fáir af þeim sem brotnuðu farið í beinþéttnimælingu eða fengið meðferð vegna beinþynningar. Beinbrotin voru sett saman en sjúklingurinn samt sem áður óvarinn þeirri miklu áhættu á að brotna aftur. Átakið „Break Free from Osteoporosis“ hvetur alla til þess að kanna hverjir áhættuþættir beinþynningar eru og gera þær breytingar á lífsháttum eða lífsstíl sem til þarf til þess að byggja upp sterk bein alla æfi.
Bandarísku beinverndarsamtökin The National Osteoporosis Foundation bjóða þér að hlaða niður upplýsingum og fróðleik til þess að hjálpa okkur öllum að sá fræjum þekkingar um beinþynningu og mikilvægi þess að huga vel að beinum.
Break Free from Osteoporosis Campaign resources
Heilbrigðisstarfsfólki er einnig boðið að skrá sig á veffundi (webinar): Bone Basics – What’s New in Bone Biology and Skeletal Assessment
Veffundir bjóða upp á yfirgripsmikið efni og endurmenntun á sviði líffræði beina og tækni til að meta beinin og hjálpar áhorfendum að skilja betur mikilvægi þess að nota greiningartæki s.s. DXA til að meta beinþéttni og beinendurmyndun.