Fréttabréf
1. tbl.
•
3. árg.
•
05/2006
www.beinvernd.is
Í vetur gaf Beinvernd út nýjan bækling,
STERK BEIN FYRIR GÓÐA DAGA
–
Hreyfing og viðhald beina um og eftir miðjan aldur
. Bæklingurinn fjallar um líkamshreyfingu fyrir þá sem
þjást af beinþynningu eða eiga á hættu að fá beinþynningu. Höfundur texta og mynda er Þórunn Bára Björnsdóttir, sjúkraþjálfari á LSH - Landakoti. Bæklingurinn leysir af hólmi
eldri bækling sem margoft hefur verið endurprentaður og þörf á fræðsluefni af þessu tagi er mikil. Þeir sem áhuga hafa á að fá þennan nýja bækling er bent á að hafa samband
við Beinvernd, netfangið er
Á myndinni sjáum við Þórunni Báru Björnsdóttur dreifa bæklingum á Landakoti.
STERK BEIN FYRIR
GÓÐA DAGA
Starfsemi Beinverndar hefur verið fjöl-
þætt að vanda í vetur. Í byrjun janúar
kom út nýr fræðslubæklingur á vegum
samtakanna; „Sterk bein fyrir góða
daga.“ Höfundur texta og mynda er
Þórunn Bára Björnsdóttir, sjúkraþjálfari.
Bæklingnum hefur verið afar vel tekið og
honum verið dreift víða.
Eftir áramótin var hafist handa við að end-
urbætavefseturfélagsinswww.beinvernd.
is með það fyrir augum að gera viðmót
vefsins sem þægilegast. Þar verður m.a.
að finna, auk frétta og fræðsluefnis, gagn-
virkt áhættupróf, hollar og kalkríkar mat-
aruppskriftir og ýmislegt fleira.
Í vetur hafa fulltrúar Beinverndar lagt
sitt af mörkum í fræðslu, bæði meðal
heilbrigðisstarfsfólks og almennings.
Heilsugæslustöðvar hafa verið heimsóttar,
ýmsir vinnustaðir og fræðsluerindi flutt á
fundum foreldrafélaga skóla og annarra
félagasamtaka.
Eitt meginverkefni félagsins um þessar
mundir er þó myndun tenglanets
Beinverndar og heilsugæslunnar. Bein-
vernd fór þess á leit við hjúkrunarfræðinga
heilsugæslustöðva að hver heilsugæslu-
stöð tilnefndi ákveðna hjúkrunarfræðinga
sem tengiliði við félagið og hefur netið
verið að þéttast í viku hverri. Stefnt er að
Öflug vetrarstarfsemi hjá Beinvernd
því að allar heilsugæslustöðvar verði með
tengilið fyrir haustið.
Þema beinverndardagsins árið 2006
er
næring og mataræði
og af því tilefni
er Beinvernd í samstarfi við „íslenska
kokkalandsliðið.“ Fulltrúi Beinverndar var
m.a. dómari í súpukeppni á sýningunni
Matur 2006. Einnig er verið að vinna að
samstarfi alþjóða beinverndarsamtakanna
IOF og alþjóðasamtaka matreiðslumanna
WASC fyrir beinverndardaginn.
Sterk bein fyrir
góða daga
Hreyfing og viðhald beina
um og eftir miðjan aldur.