(osteoclast) á sér stað og hins
vegar verður hægfara en stöðug
beinnýmyndun af völdum annarra
beinfrumna er kallast beinbyggjar
(osteoblast.) Það eru fleiri beinfrumur
í beinvefnum en þessar tvær tegundir,
en beinbrjótar og beinbyggjar skipta
höfuðmáli og eru aðalleikarar á „beina-
sviðinu.“ Á sumum þroskaskeiðum,
t.d. á unglingsárum, hafa beinbyggjar
yfirhöndina og þá margfaldast bein-
magn manna, en eftir tíðahvörf hjá
konum taka beinbrjótar yfirhöndina
og því verða konur fyrir umtalsverðu
beintapi fyrsta áratuginn eftir tíða-
hvörf. Við beinbrot taka beinbyggjar
yfir og tryggja að bein grói og skekkjur
réttist til í beinagrindinni. Þannig eiga
sér stað sífelld beinumbrot í beinvefn-
um.
Bífósfónöt sem tekin eru í töfluformi
frásogast aðeins að litlu leyti frá
maga og görn, afgangurinn skilar sér
með hægðum. Það sem frásogast
út í blóðrásina sest að í beinum og
bífósfónöt hafa þann eiginleika að
setjast fast í beinvefinn og hindra
þannig
viðloðun
beinbrjótanna
við beinvefinn og koma í veg fyrir
beinniðurbrot. Bífósfónöt trufla ekki
virkni beinbyggja eða umferð
þeirra í beininu. Heildarniðurstaðan
verður því hægfara beinauki og
um leið styrkist beinið með aukinni
beinþéttni.
Í dag er hægt að fá fjögur mis-
munandi bífósfónöt í töfllum
Eitt þeirra, Didronate
®
, er tekið í 14
daga í senn á 3ja mánaða fresti. Didro-
nate
®
kom fyrst á markað á Íslandi um
1996. Önnur bífósfónöt þarf að taka inn
daglega, s.s. Fosamax
®
og Optinate
®
.
Tvö síðarnefndu lyfin hafa einnig verið
Vor i ð er á
næsta lei t i .
Sól hækkar á
lofti og góð-
v i ðr i sdögum
fjölgar. Tæki-
færi til útivistar
og hreyfingar
eru ótal mörg.
Hvernig væri
að fara út að hlaupa og skella sér svo í
sund á eftir? Hvernig væri að ganga á nær-
liggjandi fjall í góðum félagsskap? Þegar
rignir er upplagt að fara í líkamsræktarstöð
og styrkja vöðvana og beinin með því að
lyfta lóðum. Svo má alltaf dansa eða sippa
inni í stofu. Allir ættu að geta fundið bein-
styrkjandi hreyfingu við sitt hæfi. Að auki
er mjög mikilvægt að verða sér úti um ráð-
lagða dagskammta af kalki og D-vítamíni
en það eru þau næringarefni sem eru
mikilvægust fyrir beinin. Um leið og ég óska
ykkur gleðilegs sumars þá kýs ég að gera
að mínum einkunnarorð þróunarverkefnis
sem Lýðheilsustöð vinnur að í samvinnu
við sveitarfélög í landinu en verkefnið hefur
það markmið að bæta lífshætti barna og
fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu
og góða næringu. Einkunnarorðin eru: Allt
hefur áhrif, einkum við sjálf!
Frá ritstjóra
Þeir sem hafa áhuga á að gerast
félagar í Beinvernd geta haft sam-
band við Halldóru Björnsdóttur, fram-
kvæmdastjóra félagsins, í síma eða
sent tölvupóst. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Beinvernd
Pósthólf 161 – 270 Mosfellsbæ
Sími 897 3119
www.beinvernd.is
Viltu gerast félagi?
Björn Guðbjörnsson, formaður Beinverndar
LYFJAMEÐFERÐ GEGN BEINÞYNNINGU – BÍFÓSFÓNÖT
Í fyrsta tölublaði 2. árg. af fréttabréfi
Beinverndar (05/2004) var fjallað
um hvernig standa skuli að því að
sjúkdómsgreina beinþynningu og
ennfremur gefið yfirlit yfir helstu
meðferðarkosti lyfjameðferðar
(mynd 1). Í þessum pistli verður
fjallað um bífósfónat-lyfjahópinn,
en sá lyfjahópur er best prófaður
með tilliti til meðferðarárangurs og
öryggis af öllum þeim lyfjum sem
notuð eru gegn beinþynningu. Auk
þess er komin meira en áratuga
reynsla af notkun þessa lyfjaflokks
hér á landi.
Sögu bífósfónata má rekja
aftur til sjöunda áratugarins er
iðnaðarefnafræðingar unnu að því
að finna hreinsilög eða sápu sem
gæti komið í veg fyrir kalkútfellingar í
vatnsrörum.
Þannig uppgötvaðist efnasamband
bífósfónata. Síðari tilraunir sýndu
að þessi efni höfðu áhrif á bein og í
tilraunadýrum kom í ljós að bífósfónöt
höfðu umtalsverð áhrif á beinum-
setningu í þá átt að auka beinþéttni
tilraunadýranna.
Beinið er lifandi vefur þar sem
sífellt beinniðurbrot af völdum bein-
frumna sem nefndar eru beinbrjótar
Meðferðarmöguleikar
gegn beinþynningu
Hormónalík
efni SERM
Bífósfónöt
Hormónar
Kalk-
hormón
Kalsítónin
D-vítamín
Sjá útskýringar á lyfjaheitum í 1.tbl 2.árg 2004
Fréttabréf Beinverndar
Strontium
Ýmis
tilraunalyf
Bífósfónöt
í æð
Eyrún Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
2
Mynd 1
www.beinvernd.is